Ljósmyndari: Kristinn Þeyr Magnússon. Listaverk í viðgerð er Róf (2002) eftir Hafdísi Helgadóttur.
Ljósmyndari: Kristinn Þeyr Magnússon. Listaverk í viðgerð er Róf (2002) eftir Hafdísi Helgadóttur.
Stúdíó Án Titils er forvörslustúdíó sem sérhæfir sig í hreinsunum og viðgerðum á málverkum. Einnig er veitt ráðgjöf varðandi meðferð og varðveislu listaverka.
Eigandi og framkvæmdarstjóri Stúdíó Án Titils er Steinunn Harðardóttir, málverkaforvörður. Hún er með mastersgráðu í forvörslu málverka frá Háskólanum í Amsterdam og stundaði þar að auki verklegt framhaldsnám hjá SRAL (Stichting Restauratie Atelier Limburg) í Maastricht, Kunstmuseum Den Haag og Studio Redivivus í Haag, Hollandi. Hún hefur einnig unnið að forvörslu fyrir Listasafn Íslands.